Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Er tilgangur í Íslandi í bítið?
Þriðjudagur 22. febrúar 2005 kl. 18:05

Er tilgangur í Íslandi í bítið?

Meðlimir Vox Arena, leiklistarfélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja, verða í Íslandi í bítið í fyrramálið og munu þar flytja atriði úr söngleiknum „Er tilgangur?“ eftir Júlíus Guðmundsson. Fyrra atriðið verður flutt kl. 07:20 og það seinna undir lok þáttarins rétt fyrir kl. 09:00.

„Er tilgangur?“ er sýnt í 88 Húsinu við Hafnargötu og verða næstu sýningar um helgina, nánar tiltekið á laugardaginn 26. febrúar kl. 20:00 og sunnudaginn 27. febrúar kl. 20:00.

Fjölbrautaskóli Suðurnesja


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024