Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Er til eitthvað sem heitir fiskinef?
Mánudagur 30. maí 2005 kl. 17:07

Er til eitthvað sem heitir fiskinef?

Fimmtudaginn 2. júní klukkan 20.30 verða haldnir tveir fyrirlestrar í Gryfjunni í Duushúsum. Þeir sem fram koma eru Þórólfur Þórlindsson prófessor við Háskóla Íslands sem talar um byltinguna í útgerð og fiskinefið og Grímur Karlsson líkanasmiður og fyrrverandi skipstjóri sem segir frá  fiskihnífum á síðustu öld.
Allir eru velkomnir og aðgangseyrir er enginn. 

Áhugasömum er einnig bent á að nú eru þrjár sýningar tengdar sjó og sjósókn í gangi í Duushúsunum og tilvalið að nota tækifærið á sjómannadaginn 5. júní til að koma í heimsókn því þá er enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.  Sýningarnar eru opnar alla daga frá klukkan 13.00-17.30.

Listasalur:   365 fiskar eftir Martin Smida.
Bátasalur:   Rúmlega 70 bátalíkön eftir Grím Karlsson og ýmsar sjóminjar.
Gryfjan:  Saga síldveiða á Íslandi. Síðasta sýningarhelgi.




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024