Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Er þetta íslenska aðferðin?
Mánudagur 25. september 2006 kl. 14:57

Er þetta íslenska aðferðin?

Það hefur oft viljað loða við framkvæmdir á Íslandi að ekki er alltaf gætt fyllsta öryggis. Oft vantar upp á að framkvæmdasvæði séu afgirt eða merkingar sem vara við skurðum og þess háttar.

Víkurfréttir fengu ábendingu um rör sem stóð upp úr götunni á Tjarnabraut í Innri Njarðvík. Engar merkingar vöruðu við því að þarna væri unnið við framkvæmdir. Nýlagt malbikið hafði verið sagað og fjarlægt á kafla og upp úr mölinni stóð þetta rör sem sjá má á meðfylgjandi mynd.

Hver ber ábyrgðina ef tjón verður á bifreið sem hugsanlega ekur á rörið?

Bæjaryfirvöld brugðust hratt við þegar við bentum á vankanta á nýju hringtorgi í Njarðvík á dögunum. Þetta er ekki síður alvarlegt mál sem þarfnast skoðunar hratt...

 

 



Mynd: Rörið stendur upp úr veginum og engar merkingar vara við því.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024