Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

„Er spilling í Sandgerði?“ spyr Grétar Mar Jónsson
Föstudagur 22. apríl 2011 kl. 15:29

„Er spilling í Sandgerði?“ spyr Grétar Mar Jónsson

Fyrrum þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi, Grétar Mar Jónsson veltir fyrir sér spurningum um spillingu í Sandgerði í pistli er birtur er á síðu Sandgerðisbæjar 245.is. Þar virðist hann ósáttur með hvernig staðið hafi verið að ýmsum ráðningum hjá sveitarfélaginu. Segir Grétar í pistli sínum að í gegnum tíðina hafi stjórnmálaflokkar og frambjóðendur til sveitarstjórnar og Alþingis lofað kjósendum heiðarlegum og lýðræðislegum vinnubrögðum sem koma eigi í veg fyrir spillingu. Hann segir ennfremur að staðreyndin sé sú að þetta hafi í raun aðeins verið frasar sem menn noti í aðdraganda kosninga en gleymast um leið og kosningum er lokið. Almenningur í landinu hafi eftir hrun kallað eftir að bragabót verði gerð í alvöru og hafi sett fram kröfu um að þeir sem fara með valdið á milli kosninga standi við loforð sín.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Telur hann pólítíska spillingu viðvarandi þrátt fyrir að núverandi meirihluti hafi í aðdraganda síðustu kosninga lofað bót og betrun. Loforð voru sett fram um að fagleg vinnubrögð yrðu höfð í hávegum en staðreyndirnar tali öðru máli.

Grétar segir m.a í pistli sínum: „Strax eftir kosningar var ráðin utanbæjamanneskja sem borgar útsvar í öðru bæjarfélagi til að sjá um Sandgerðisdaga. Þetta er frænka forseta bæjarstjórar og var hún ráðin án þess að starfið væri auglýst.“

Auk þess talar hann um ráðningu manns í verkefnavinnu á vegum atvinnu- og hafnarráðs án auglýsingar. Segir hann manninn nú hafa verið í því verkefni í næstum þrjú ár og þar af tvö í stjórnartíð fyrrverandi meirihluta. Þrátt fyrir að störf hans til atvinnusköpunar í Sandgerði hefðu ekki skilað neinum árangri í tíð fyrri meirihluta hafi verið ákveðið að endurráða hann af núverandi meirihluta. Grétar segir það eina sem starf þessa manns hafi skilað fyrir bæjarfélagið sé að gerðar hafa verið breytingar á starfsemi hafnarinnar sem hafa leitt til minni þjónustu og aukins kostnaðar.

Áfram telur Grétar upp ýmsar ráðningar sem hann telur að íbúar Sandgerðisbæjar séu ósáttir með og jafnframt segir hann vinnubrögð núverandi meirihluta vera hreinlega til skammar. Lesa má pistil Grétars í heild sinni með því að smella

hér.



Grein Grétars svarað


Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar hefur skrifað svar við grein Grétars á vefinn 245.is.