Er haffærnisskírteinið í lagi?
Nú þegar veður batnandi fer og vorar í lofti eykst sjósókn þar sem bátasjómenn fara að hugsa sér til hreyfings og sigla til veiða. Landhelgisgæslan vill minna sjómenn á að kanna gildistíma haffærisskírteina og vera með lögskráningar í lagi um borð áður en haldið er á sjó.
Að undanförnu hefur talsvert borið á því að starfsmenn á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar hafi þurft að gera athugasemdir við ferðir báta á sjó þar sem þessi mál hafa ekki verið í lagi. Ef bátar eða skip eru ekki með lögskráningar- og réttindamál í lagi eða gild haffærisskírteini er Landhelgisgæslunni uppálagt samkvæmt lögum og reglugerðum að vísa þeim til hafnar. Eins er Landhelgisgæslunni uppálagt samkvæmt sömu ákvæðum að kæra og tilkynna slík mál til lögreglustjóra í viðkomandi umdæmi sem getur leitt til sekta í kjölfarið.