Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Er Fréttablaðið að opna dreifingarmiðstöð í Helguvík?
Miðvikudagur 15. febrúar 2006 kl. 13:20

Er Fréttablaðið að opna dreifingarmiðstöð í Helguvík?

Ætla mætti að Fréttablaðið væri að fara að opna dreifingarmiðstöð í Helguvík ef marka má blaðabunkann sem glöggur aðili kom auga á í vegarkanti við athafnasvæðið í Helguvík.

Einhver óprúttinn blaðberi hefur kosið að skilja blaðabunkana eftir í vegarkantinum fremur en að koma þeim í hús eða farga þeim í þar til gerðum blaðagámum. Umgengni af þessu tagi er til háborinnar skammar og sýnir algert virðingarleysi viðkomandi aðila gagnvart náttúrunni og starfi sínu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024