Er bærinn að brjóta á konum?
Starfsmenn Fjölskyldu - og félagsþjónustu Reykjanesbæjar hafa óskað eftir við bæjaryfirvöld að laun þeirra verði leiðrétt. Starfsmennirnir, sem eru eingöngu konur, telja að þeim sé mismunað á grundvelli kyns. Að sögn Ellerts Eiríkssonar (D), bæjarstjóra, eru þessi mál í skoðun. Hann hyggst funda með félagsráðjgöfum á næstunni og fara yfir málin með þeim og útbúa síðan skriflega greinargerð.
Jafnrétti er stefnan
Forsaga málsins er sú að bærinn gerði samning við félagsráðgjafa í desember 1997. Í viðauka samningsins kemur fram að það sé yfirlýst stefna Reykjanesbæjar að jafna launamun karla og kvenna sem ekki er hægt að útskýra nema á grundvelli kyns. Einnig segir að „með nýju launakerfi gefst tækifæri til að vinna að þeim markmiðum.“ Í samningnum segir einnig að jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar sé hluti af samningnum en þar segir m.a.: „Við ákvörðun launa og fríðinda skal gæta þess að kynjum sé ekki mismunað.“
Styttra nám en hærri laun!
Félagsráðgjafar Reykjanesbæjar segja í greinargerð sem þeir sendu frá sér fyrir skömmu, að þeir hafi komist að því að ofangreindum atriðum hafi ekki verið fylgt eftir. Þær taka dæmi um verkfræðing Reykjanesbæjar, sem er karlmaður og hefur jafnlangt háskólanám að baki og félagsráðgjafar. Verkfræðingurinn er með rúmlega 36 þús. kr. hærri grunnlaun en yfirfélagsráðgjafi sem er kona. Einnig er tekið dæmi um byggingafulltrúa bæjarins, sem hefur styttra háskólanám að baki en félagsráðgjafi. Byggingafulltrúinn er karlmaður og hefur rúmlega 26 þús. kr. hærri grunnlaun en yfirfélagsráðgjafi og 46 þús. kr. hærri grunnlaun en félagsráðgjafi. Til skýringar má benda á að yfirfélagsráðgjafi heyrir beint undir félagsmálastjóra og er því á sama stað í skipuritinu og verkfræðingur.
Erfiðir málaflokkar
Í greinargerð félagsrágjafa kemur fram að mannaforráð þeirra séu síst minni en þeirra hákskólamenntuðu karlmanna sem starfa hjá Reykjanesbæ og ábyrgð þeirra mikil þar þær starfa við mjög viðkvæma og erfiða málaflokka eins og barnaverndarmál.
Þær fara fram á leiðréttingu á launum sínum þannig að grunnlaun yfirfélagsráðgjafa verði þau sömu og verkfræðings og grunnlaun félagsráðgjafa verði þau sömu og byggingafulltrúa. Farið er fram á að leiðréttingin gildi frá því að kjarasamningar umræddra aðila tóku gildi.
Jafnrétti er stefnan
Forsaga málsins er sú að bærinn gerði samning við félagsráðgjafa í desember 1997. Í viðauka samningsins kemur fram að það sé yfirlýst stefna Reykjanesbæjar að jafna launamun karla og kvenna sem ekki er hægt að útskýra nema á grundvelli kyns. Einnig segir að „með nýju launakerfi gefst tækifæri til að vinna að þeim markmiðum.“ Í samningnum segir einnig að jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar sé hluti af samningnum en þar segir m.a.: „Við ákvörðun launa og fríðinda skal gæta þess að kynjum sé ekki mismunað.“
Styttra nám en hærri laun!
Félagsráðgjafar Reykjanesbæjar segja í greinargerð sem þeir sendu frá sér fyrir skömmu, að þeir hafi komist að því að ofangreindum atriðum hafi ekki verið fylgt eftir. Þær taka dæmi um verkfræðing Reykjanesbæjar, sem er karlmaður og hefur jafnlangt háskólanám að baki og félagsráðgjafar. Verkfræðingurinn er með rúmlega 36 þús. kr. hærri grunnlaun en yfirfélagsráðgjafi sem er kona. Einnig er tekið dæmi um byggingafulltrúa bæjarins, sem hefur styttra háskólanám að baki en félagsráðgjafi. Byggingafulltrúinn er karlmaður og hefur rúmlega 26 þús. kr. hærri grunnlaun en yfirfélagsráðgjafi og 46 þús. kr. hærri grunnlaun en félagsráðgjafi. Til skýringar má benda á að yfirfélagsráðgjafi heyrir beint undir félagsmálastjóra og er því á sama stað í skipuritinu og verkfræðingur.
Erfiðir málaflokkar
Í greinargerð félagsrágjafa kemur fram að mannaforráð þeirra séu síst minni en þeirra hákskólamenntuðu karlmanna sem starfa hjá Reykjanesbæ og ábyrgð þeirra mikil þar þær starfa við mjög viðkvæma og erfiða málaflokka eins og barnaverndarmál.
Þær fara fram á leiðréttingu á launum sínum þannig að grunnlaun yfirfélagsráðgjafa verði þau sömu og verkfræðings og grunnlaun félagsráðgjafa verði þau sömu og byggingafulltrúa. Farið er fram á að leiðréttingin gildi frá því að kjarasamningar umræddra aðila tóku gildi.