Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Er ástæða til að hafa áhyggjur af viðskilnaði kvikmyndagerðarmanna?
Þriðjudagur 21. júní 2005 kl. 11:14

Er ástæða til að hafa áhyggjur af viðskilnaði kvikmyndagerðarmanna?

Það taka ekki allir Clint Eastwood og félögum fagnandi þegar þeir koma hingað til lands til að taka upp stórmyndina Flags of our Fathers. Á vefsíðu Ferðafélags rannsóknarlögreglumanna í lögreglunni í Reykjavík, ferlir.is, er efast um að kvikmyndatökufólkið komi til með að skila landinu í sama ástandi og þegar það tók við því.
Þegar sagan er skoðuð kemur í ljós að íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa farið um Suðurnes án þess að skilja við svæðið eins og þeir tóku við því. Þannig tók það langan tíma að fá Hrafn Gunnlaugsson til að fjarlægja leikmynd af Reykjanesi og úr Hvassahrauni eftir tökur á Myrkrahöfðingjanum. Þá standa ennþá rafmagnsstaurar sem settir voru upp síðasta haust á vegarspottanum frá Sandgerðisvegi og að Rockville á Miðnesheiði. Þeir voru notaðir sem hluti af sviðsmynd í kvikmyndinni A little trip to heaven sem Baltasar Kormákur leikstýrði. Meðal leikenda í myndinni voru Forest Whitaker og Julia Stiles. Það er því kannski von að menn hafi áhyggjur af því fordæmi sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru að gefa...

Myndirnar voru teknar í gærkvöldi við Rockville á Miðnesheiði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024