Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ennþá lífsmark á fasteignamarkaði
Mánudagur 30. mars 2009 kl. 08:35

Ennþá lífsmark á fasteignamarkaði


Velta á fasteignamarkaði á Suðurnesjum tók aftur við sér um miðjan mánuðinn eftir að hafa verið á núlli aðra vikuna í mars. Þannig var 13 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum vikuna 20. – 26. mars á meðan þeir voru einungis  fjórir á Akureyri og fimm á Árborgarsvæðinu. Vikuna þar á undan  var 12 samningum þinglýst á Suðurnesjum

Af þessum 13 samningum á Suðurnesjum voru 12 um eignir í fjölbýli og einn um sérbýli.
Heildarveltan var 293 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,5 milljónir króna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024