Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ennþá allt á kafi í hundaskít
Þriðjudagur 12. janúar 2010 kl. 15:35

Ennþá allt á kafi í hundaskít

Göngustígar í Reykjanesbæ eru ennþá á kafi í hundaskít. Það sannreyndu göngugarpar í gær sem gengu annars glæsilegan göngustíg meðfram sjávarsíðunni. Göngugarparnir gengu stíginn frá smábátahöfninni í Gróf og að Keflavíkurhöfn. Á þeim kafla töldu þeir samtals 25 skítaklessur eftir hunda. Talsvert er haft samband við Víkurfréttir til að vekja athygli á þessu samfélagsmeini og það sama má segja um skrifstofur Reykjanesbæjar. Þangað berast einnig hringingar.


„Við fáum mikið af kvörtunum frá bæjarbúum en aðallega á vorin þegar snjóa leysir. Þá rignir yfir okkur fyrirspurnum og kvörtunum út af þessum málum. Við höfum verið með starfsmann úti á örkinni að hreinsa þetta upp.  Þetta er á vissan hátt barátta við vindmyllur  en við náum yfirleitt í skottið á okkur um mitt sumar,“ segir Guðlaugur H. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar í viðtali við Víkurfréttir seint á síðasta ári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

?En er eitthvað til ráða???

„Við vorum með mikinn áróður á íbúafundunum í vor og sendum nokkrar greinar frá okkur varðandi þessi mál. Ný lögreglusamþykkt er í smíðum og þar er vissulega tekið á þessum málum. En besta vörnin er áróður og fræðsla meðal hundaeigenda, því eins og við vitum þá eru þetta nokkrir hundaeigendur sem skemma fyrir heildinni. Einnig er mjög mikilvægt að fá fólk til að skrá hundana sína, því með því fylgir fræðsla,“ segir Gunnlaugur í sama viðtali.


Þess má geta að hundaeigendur sem verða uppvísir að því að skilja eftir hundaskít á almannafæri geta átt von á sektarviðurlögum samkvæmt nýju lögreglusamþykktinni.