Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Enn veldur óvarið hlass tjóni
Miðvikudagur 22. júní 2005 kl. 18:42

Enn veldur óvarið hlass tjóni

Lögreglan í Keflavík beinir þeim tilmælum til stjórnenda vörubifreiða með hlass að breiða yfir það svo ekki hljótist tjón af. Nokkur tilvik hafa komið upp þar sem tjón hefur hlotist á bifreiðum, þar sem sandur og möl hafa fokið af vörubifreiðum, sem eru með óvarið hlass. Skemmdir verða á lakki bifreiða er sandur og möl rignir yfir bifreiðarnar, með þeim afleiðingum að kvarnast upp úr lakkinu.

Tekið skal fram að myndin er ekki tengd efni fréttarinnar og er úr safni vf.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024