Enn slæm umgengni í gryfjunni í Grindavík
Þrátt fyrir tilmæli garðyrkjustjóra Grindavíkur hefur umgengni um gryfjuna vestan bæjarins, sem eingöngu er ætluð til losunar garðaúrgangs, verið afar slæm að undanförnu. Þetta kemur fram á vef Grindavíkurbæjar.
Þar segir að steininn hafi tekið úr um helgina þar sem umgengni var óvenjuslæm og mikið af sorpi þar sem ætti frekar heima í móttökustöð Kölku.
Ítrekar garðyrkjustjóri því þau tilmæli sín til bæjarbúa um að standa saman um að ganga vel um gryfjuna, en ef ekki rætist úr, verður gripið til róttækari ráðstafana.
Mynd/grindavik.is