Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Enn skelfur við Grindavík
Fimmtudagur 7. maí 2020 kl. 09:44

Enn skelfur við Grindavík

Nokkrir jarðskjálftar mældust í nágrenni Grindavíkur í gær, þar af var einn skjálfti sem var 2,3 að stærð og fannst í Grindavík. Áfram mælist jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga en undanfarið hefur dregið töluvert úr virkninni.

Þessi jarðskjálftavirkni verður vegna aflögunar á svæðinu en talið er að líklegasta skýringin á henni séu kvikuinnskot í jarðskorpunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Síðan um miðjan apríl hefur ekki mælst landris við Þorbjörn en áfram gætir dálitilla landbreytinga á stærra svæði. Óvissustig vegna landriss er enn í gildi hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.