Enn skelfur og von á gervihnattamyndum á morgun
Enn er nokkur skjálftavirkni á Reykjanesskaganum en hátt í 200 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Hrinan sem hófst 21. desember síðastliðinn er því ennþá í gangi, þó dregið hafi úr tíðni og stærð skjálfta.
Von er á greiningu á nýjum gervihnattamyndum í lok dags á morgun sem mögulega gefa betri mynd af stöðunni.