Krónan
Krónan

Fréttir

Enn skelfur í Grindavík - skjálfti upp á M3,1
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 11. febrúar 2020 kl. 19:02

Enn skelfur í Grindavík - skjálfti upp á M3,1

Enn verður jarðskjálfta vart við Grindavík. Skjálfti upp á M3,1 varð kl. 18:46 fimm km. VNV af Grindavík og annar upp á M2,6 varð tveimur mínútum síðar á sömu slóðum.

Íbúar í Grindavík urðu varir við stærri skjálftan. Töluvert hefur verið af smærri sjálftum við Grindavík en allir frekar vægir.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Yfir 1600 jarðskjálftar hafa mælst í hrinunni sem hefur staðið yfir frá því 20. janúar. Vísbendingar eru um breytt mynstur í jarðskorpuhreyfingum, en hægt hefur á landrisi þótt enn megi sjá gliðnun yfir svæðið.