Enn og aftur barist við gróðurelda
Slökkviliðið í Grindavík er enn og aftur á leiðinni út í Krýsuvík til að slökkva gróðurelda. Þetta er í þriðja sinn síðan um helgina sem slökkviliðið þarf að leggja á sig hátt í þriggja klukkustunda erfiða göngu til að slökkva elda á svæðinu. Í þetta skiptið munu þeir njóta aðstoðar vinnuskólans í Grindavík en hópur úr honum er með þeim í för.
Myndin er af vefsíðu slökkvliðsins frá svæðinu sem sífellt logar.