Enn minnt á loforðin um lagningu Suðurstrandarvegar
Bæjaráð Grindavíkur gerir þá kröfu að staðið verði við fyrirheit stjórnvalda um gerð Suðurstrandarvegar í tengslum við kjördæmabreytinguna árið 1999 og gagnrýnir viðbrögð við gerð samgönguáætlunar.
Á bæjarráðsfundi nú í vikunni lá fyrir bréf Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um samgönguáætlun 2007 – 2010. Bæjarráð ítrekar við samgöngunefnd Alþingis að fyrirvari sá sem gefinn er í bréfinu sé allt of skammur til bæjarstjórn geti fjallað um svo veigamikið mál en einungis var gefin ein vika til umsagnar.
Í umsögn sinni vísar bæjarráð í umsagnir SSS og SASS, sem sagt var frá hér á vf.is í vikunni, og bendir á að loforð um lagningu Suðurstrandarvegar voru gefin í tengslum við kjördæmabreytinguna árið 1999. Jafnframt voru gefin loforð um fjárframlög til hans hefðu ekki áhrif á fjárveitingar anarra samgönguframkvæmda í hinu nýja kjördæmi.
Bæjarráð gerir kröfu um að staðið verði við þau fyrirheit og bendir á að tilkoma Suðurstrandarvegar mun létta á umferð á höfuðborgarsvæðinu, m.a. vegna mikilla fiskflutninga frá suðurlandi og austfjörðum til Keflavíkurflugvallar.
Í umsögninni segir að í þingskjali til þingsályktunnar er einungis að finna 400 milljónir í Suðurstrandarveginn til ársins 2012.
Mynd:
Þetta myndverk Ellerts Grétarssonar frá 2005 ber heitið Fögur fyrirheit og á kannski vel við núna.
Fögru fyrirheitin fjúka út í veður og vind, kerfiskarlinn setur bara upp sparisvipinn og þykist ekki kannast við neitt.
Á bæjarráðsfundi nú í vikunni lá fyrir bréf Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um samgönguáætlun 2007 – 2010. Bæjarráð ítrekar við samgöngunefnd Alþingis að fyrirvari sá sem gefinn er í bréfinu sé allt of skammur til bæjarstjórn geti fjallað um svo veigamikið mál en einungis var gefin ein vika til umsagnar.
Í umsögn sinni vísar bæjarráð í umsagnir SSS og SASS, sem sagt var frá hér á vf.is í vikunni, og bendir á að loforð um lagningu Suðurstrandarvegar voru gefin í tengslum við kjördæmabreytinguna árið 1999. Jafnframt voru gefin loforð um fjárframlög til hans hefðu ekki áhrif á fjárveitingar anarra samgönguframkvæmda í hinu nýja kjördæmi.
Bæjarráð gerir kröfu um að staðið verði við þau fyrirheit og bendir á að tilkoma Suðurstrandarvegar mun létta á umferð á höfuðborgarsvæðinu, m.a. vegna mikilla fiskflutninga frá suðurlandi og austfjörðum til Keflavíkurflugvallar.
Í umsögninni segir að í þingskjali til þingsályktunnar er einungis að finna 400 milljónir í Suðurstrandarveginn til ársins 2012.
Mynd:
Þetta myndverk Ellerts Grétarssonar frá 2005 ber heitið Fögur fyrirheit og á kannski vel við núna.
Fögru fyrirheitin fjúka út í veður og vind, kerfiskarlinn setur bara upp sparisvipinn og þykist ekki kannast við neitt.