Atnorth
Atnorth

Fréttir

Enn leitað að kajakræðurunum
Mánudagur 11. júní 2007 kl. 09:33

Enn leitað að kajakræðurunum

Ekkert hefur enn spurst til kajakræðaranna tveggja sem leitað hefur verið að síðan í gær. Hátt á annað hundrað menn úr 20 björgunarsveitun, skip og bátar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu og þyrla Landhelgisgæslunnar hafa frá því snemma í gærkvöldi leitað fólksins, sem hélt frá Garðskaga á laugardagsmorgun og ætluði til Snæfellsness.

Leitin hefur beinst að vestanverðu Nesinu og allt norður að Bjargtöngum, samkvæmt vísbendingum frá erlendu símafyrirtæki sem segir að kveikt hafi verið á gervihnattasíma fólksins klukkan fjögur í gær og aftur klukkan níu í gærkvöldi, án þess þó að hringt hafi verið úr honum. Gengnar hafa verið fjörur á stóru svæði og leitað á bátum undan ströndum.

Leitin verður endurskipulögð þegar líður á morguninn, enda margir björgunarmenn orðnir þreyttir. Þá verður Fokker Landhelgisgæslunnar sendur til leitar og varðskip sent á leitarsvæðið. Ekkert hefur spurst til fólksins eftir að það lagði af stað, en það er vant svona siglingum og vel búið.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025