Enn kuldi í kortunum
Klukkan 6 var norðaustlæg átt á landinu, víða 10-15 m/s, en 22 m/s voru á Fagurhólsmýri. Éljagangur norðan- og austantil, en léttskýjað um landið suðvestanvert. Frost 0 til 8 stig, en 2 stiga hiti var á Fagurhólsmýri og á Ingólfshöfða.
Yfirlit
Skammt norðaustur af Hjaltlandseyjum er 970 mb lægð sem hreyfist austur, en langt suðvestur í hafi er 979 mb lægð sem hreyfist norðaustur. Yfir NA-Grænlandi er 1017 mb hæð.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðaustan 10-15 m/s. Léttskýjað að mestu sunnan- og vestantil, en él norðan- og austantil. Heldur hægari vindur þegar líður á daginn einkum um norðaustanvert landið og dregur úr éljum. Snýst í norðvestan 8-13 norðaustantil seint á morgun með snjókomu. Frost 2 til 9 stig, en 10 til 15 stig í innsveitum í nótt og á morgun.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 10-15 m/s, en 8-13 í nótt og á morgun. Léttskýjað og frost 3 til 10 stig.
Yfirlit
Skammt norðaustur af Hjaltlandseyjum er 970 mb lægð sem hreyfist austur, en langt suðvestur í hafi er 979 mb lægð sem hreyfist norðaustur. Yfir NA-Grænlandi er 1017 mb hæð.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðaustan 10-15 m/s. Léttskýjað að mestu sunnan- og vestantil, en él norðan- og austantil. Heldur hægari vindur þegar líður á daginn einkum um norðaustanvert landið og dregur úr éljum. Snýst í norðvestan 8-13 norðaustantil seint á morgun með snjókomu. Frost 2 til 9 stig, en 10 til 15 stig í innsveitum í nótt og á morgun.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 10-15 m/s, en 8-13 í nótt og á morgun. Léttskýjað og frost 3 til 10 stig.