Enn í öndunarvél eftir bílslys á Brautinni
Konan sem lenti í bílveltu á Reykjanesbraut í liggur enn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi og er henni haldið sofandi í öndunarvél. Þetta kemur fram á fréttavefnum Vísi.is.
Slysið varð um eittleytið í fyrrinótt. Ökumaður bílsins taldi sig vera á tvöfalda hluta brautarinnar þegar bíll kom úr gagnstæðri átt. Við það rykkti hann í stýrið og missti stjórn á bílnum með fyrrgreindum afleiðingum.
www.visir.is
VF-mynd/Hilmar Bragi - Frá slysavettvangi