Enn haldið sofandi eftir köfunarslysið í Kleifarvatni
Einum mannanna þriggja, sem lentu í vandræðum við köfun í Kleifarvatni í gærkvöld, er enn haldið sofandi og í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans-háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. Maðurinn varð loftlaus á 56 metra dýpi og þurfti því að hraða sér upp á yfirborðið með þeim afleiðingum að hann fékk svokallaða kafaraveiki.Félagar hans hafa fengið að fara heim af sjúkrahúsi, en þeir voru allir settir strax í þrýstijöfnunarklefa við komuna á sjúkrahúsið í gærkvöldi. Frá þessu er greint á vefsíðu Morgunblaðsins nú í kvöld.