Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Enn gýs í tveimur gígum og hraun rennur til austurs - áfram gosmóða
Skjámynd á fimmta degi af vefmyndavélinn afarTV.
Sunnudagur 20. júlí 2025 kl. 09:59

Enn gýs í tveimur gígum og hraun rennur til austurs - áfram gosmóða

Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hefur verið stöðugt í nótt, virkni er áfram bundin við tvo gíga fyrir miðbik gossprungunnar. Áfram rennur hraun til austurs í Fagradal, en lélegt skyggni er á gosstöðvunum og ekki fæst séð hvort hraunjaðarinn hafi færst til í nótt, segir í tilkynningu Veðurstofunnar. 

Gasdreifingarspá veðurstofunnar gerir ráð fyrir gasmengun (SO2) frá gosinu á Suðurlandi og Vesturlandi í dag. Búast má áfram við blámóðu (gosmóðu) allvíða á landinu, síst þó suðaustan- og austanlands. Gosmóðan gæti orðið þrálát, því útlit er fyrir hæga breytilega átt þangað til síðdegis á mánudag. Þar á eftir er spáð norðan 3-8 m/s sem gæti verið nægur vindur til að hreyfa við móðunni. Bendum við fólki á að fylgjast með á vef Umhverfis- og Orkustofnunar, loftgaedi.is, þar sem gosmóða kemur fram á mælum sem fínt svifryk (PM1) ásamt örlítilli hækkun í brennisteinsdíoxíð (SO2). Á vefnum er einnig hægt að finna upplýsingar um viðbrögð við gosmóðu, en meðal annars ættu viðkvæmir einstaklingar, börn og aldraðir að forðast langa dvöl utandyra. 

Bílakjarninn
Bílakjarninn
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25