Enn gert ráð fyrir stormi
Veður fer versnandi suðvestanlands og spáð er stormi af SA og hvassviðri í kvöld og nótt annars staðar á landinu. Víðast rigning, en slydda á fjallvegum. Undir Hafnarfjalli og á utanverðu Kjalarnesi er reiknað með vindhviðum allt að 30-40 m/s til um kl. 14 til 19 í kvöld.
Faxaflói
Hægt vaxandi suðaustanátt og þykknar upp við Faxaflóa, 15-23 m/s síðdegis og rigning. S eða SA 5-13 og skúrir eða slydduél í kvöld og á morgun. Hiti 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
SA 13-18 m/s síðdegis og rigning. Lægir í kvöld. Hægari suðaustlæg átt á morgun og skúrir. Hiti 2 til 6 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Sunnan 8-15 m/s, hvassast V-til, með slydduéljum eða skúrum sunnan og vestanlands. Skýjað með köflum og heldur hægari norðantil. Dregur úr vindi og úrkomu er líður á daginn. Hiti 0 til 5 stig.
Á þriðjudag:
Norðaustlæg átt og snjókoma eða slydda norðan og austantil. Annars úrkomulítið. Heldur kólnandi.
Á miðvikudag:
Austlæg átt og víða lítilsháttar él. Hit breytist lítið.
Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Útlit fyrir ákveðna austlæga átt og úrkomu víða um land, einkum austan og sunnantil. Heldur hlýnandi veður.