Enn fleiri teknir undir áhrifum
 Rólegt var hjá lögreglu í gær og í nótt en þó voru þrír teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, tveir í gær og einn í nótt.
Rólegt var hjá lögreglu í gær og í nótt en þó voru þrír teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, tveir í gær og einn í nótt.
Þannig hafa 39 ökumenn verið teknir í umdæmi lögreglu í marsmánuði fyrir þessar sakir, en stöðug fjölgun hefur verið í þessum málaflokki, ekki síst vegna nýs tækjabúnaðar sem gerir lögreglu kleift að greina fíkniefni í ökumönnum á vettvangi.
Ekki þarf að fjölyrða um það að viðkomandi bíður sekt og ökuleyfismissir auk þess sem að flestir þurfa að koma fyrir dómara áður en máli lýkur.
VF-mynd úr safni


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				