Enn færist Gunnuhver í aukana
Framkvæmdir við Gunnuhver sem miðuðu að því að stýra umferð gangandi ferðamanna um svæðið hafa skilað tilætluðum árangri og er umgengni um svæðið mjög góð. Annar áfangi miðaðist við það að útbúa útsýnispall og aðgengi fyrir fatlaða, ásamt að koma fyirr upplýsinga skiltum og laga bílaplan.
Vinna hefst innan tíðar við þessar framkvæmdir, en ljóst er vegna mikilla breytinga á svæðinu í sumar að breyta verður áætlun. Göngupallur að Gunnuhver verður fjarlægður vegna slysahættu. Útbúin verður göngustígur og pallur vestan við aðal hverasvæðið.
Gífurleg aukning hefur orðið á virkni á öllu svæðinu myndast hafa tugir nýrra hvera bæði vatns,gufu og leirhvera. Hveravellir hafa vaknað til lífsins og gömlu leirhverirnir eru margfaldir að stærð og með þeim fallegustu á svæðinu. Á veginum eru að myndast hverir og ný hveraaugu opnast í hverri viku við veginn.
Ljóst er orðið að hverasvæðið við Gunnuhver er orðið með stærstu og fallegustu hverasvæðum á landinu.
Frá þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar.