Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Enn eitt umferðarslysið á Fitjum
Fimmtudagur 12. ágúst 2010 kl. 11:02

Enn eitt umferðarslysið á Fitjum


Jeppabifreið og fólksbíll skullu saman í morgun við Stekkinn svokallaða eða gatnamótin á Fitjum sem löngu eru orðin alræmd sökum mikillar slysahættu. Slys á þessum gatnamótum eru algeng og aðkoman að þeim yfirleitt ljót eins og í morgun. Sem betur fer slapp fólk með minniháttar meiðsl en tveir voru fluttir til aðhlynningar á HSS. Bílarnir eru hins vegar talsvert laskaðir eftir áreksturinn, fólksbíllinn þó meira en jeppinn.

VFmyndir/elg.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024