Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Laugardagur 7. janúar 2017 kl. 12:00

Enn eitt metárið hjá Vogastrætó

Farþegar sem nýttu sér Vogastrætó árið 2016 hafa aldrei verið jafnmargir frá upphafi. Verkefnið hófst árið 2011 sem tilraunaverkefni, en árið 2012 var fyrsta heila starfsárið. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, greinir frá þessu í vikulegu fréttabréfi sínu.

Ferðirnar eru þannig skipulagðar að þær eru tengdar við tímatöflu leiðar 55 hjá Strætó, sem ekur milli höfuðborgarsvæðisins og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Verkefnið fór frekar hægt af stað, en hefur stöðugt vaxið fiskur um hrygg. Á hverju ári fjölgar þeim sem nýta sér almenningssamgöngur, enda hefur þjónustan stórbatnað eftir að leiðarkerfið á Suðurnesjum var samtengt við leiðakerfi Strætó bs og unnt að ferðast áfram innan höfuðborgarsvæðisins á sama fargjaldi.

Á þessu súluriti hér að neðan má glöggt sjá hvernig farþegum hefur fjölgað undanfarin ár, en þeir voru alls liðlega 7 þúsund talsins árið 2016:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024