Enn eitt Grænásslysið
Enn eitt umferðarslysið varð á Grænás-gatnamótunum þegar þrír bílar skullu þar saman nú síðdegis. Um var að ræða tvo fólksbíla og jeppa. Fjórir sjúkrabílar voru kallaðir til en fimm einstaklingar úr bílunum voru fluttir á HSS. Þrír þeirra voru síðan fluttir á sjúkrahús í Reykjavík. Ekki er vitað nánar um meiðsl þeirra að svo stöddu. Né heldur um tildrög slyssins en lögregla vinnur að rannsókn á vettvangi.
Fjöldi slysa hefur orðið á þessum gatnamótum síðustu misseri, þar af a.m.k. fjögur alvarleg. Þrýst hefur verið á samgönguyfirvöld og Vegagerðina um úrbætur án árangurs.
---
VFmyndir/elg – Frá vettvangi nú síðdegis