Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Enn einn tekinn við akstur undir áhrifum
Sunnudagur 30. mars 2008 kl. 09:43

Enn einn tekinn við akstur undir áhrifum



Einn ökumaður var kærður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í nótt. Annars var næturvaktin með rólegra móti hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Hafa þá alls 45 fíkniefnaakstursmál komið til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum í marsmánuði einum.

Lágmarksrefsing fyrir að vera staðinn að akstri með fíkniefni í blóðinu er þriggja mánaða ökuleyfissvipting og 70.000 kr. sekt auk þess sem viðkomandi þurfa alltaf að standa fyrir máli sínu fyrir dómara.

VF-mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024