Fréttir

Enn börn á vínveitingastöðum
Þriðjudagur 18. nóvember 2014 kl. 08:53

Enn börn á vínveitingastöðum

Enn þurfti lögreglan á Suðurnesjum að hafa afskipti af unglingum undir aldri á skemmtistöðum í umdæminu um nýliðna helgi. Helgina þar áður voru höfð afskipti af átta unglingum sem voru inni á skemmtistöðum, eins og fram hefur komið. Nú var um að ræða tvo sextán ára einstaklinga, sem höfð voru afskipti af inni á vínveitingastöðum. Viðkomandi voru fluttir á lögreglustöð þangað sem foreldrar þeirra sóttu þá. Þá var barnaverndarnefnd gert viðvart. Lögreglan mun halda uppi reglubundnu eftirliti á vínveitingastöðum í umdæminu af gefnu tilefni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024