Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Enn bólar ekkert á efndum ríkisvaldsins
Miðvikudagur 21. maí 2008 kl. 09:41

Enn bólar ekkert á efndum ríkisvaldsins

Enn bólar ekkert á efndum ríkisvaldsins um hjúkrunarrými fyrir aldraðra í Reykjanesbæ. Á meðan eru 30 manns í brýnni þörf. Þettta kom fram í umræðu sem Sveindís Valdimarsdóttir, bæjarfulltrúi A-lista, vakti máls á þegar bæjarstjórn Reykjanesbæjar kom saman til fundar í gær.

Sveindís sagði það „súrt“ að nú þegar komið væri að formlegri opnun Nesvalla bólaði ekkert á þeim hjúkrunarrýmum sem ríkisvaldið hefði verið búið að lofa. Sem kunnugt er stendur til að reisa hjúkrunarheimili á Nesvöllum. Sveindís spurði hvort einhverjar fréttir væru af væntanlegu hjúkrunarheimili og minnti á fyrri umræðu í bæjarstjórn þar sem þeirri hugmynd var ekki illa tekið að bæjarsjóður réðist sjálfur í verkefnið með flýtifjármögnun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Árni Sigfússon, bæjarstjóri, rifjaði í stuttu máli upp feril málsins og gat þess að það hefði farið í gegnum þrjá ráðherra heilbrigðismála án þess að nokkuð hefði gengið. Hann minnti á samkomulag sem gert var a sínum við Jón Kristjánsson, þáverandi heilbrigðisráðherra. Við það hefur ekki verið staðið. Í ráðherratíð Sivjar Friðleifsdóttur var gefið grænt ljós á 30 hjúkrunarrými, sem enn bólar ekkert á. Einnig hefur núverandi heilbrigðisráðherra tilkynnt að málið væri komið í gang, að því er fram kom í máli Árna.
„Nú kom reyndar frá heilbrigðisráðuneytinu tilkynning um að hafin væri svokölluð forathugun og fjármagn lagt inn í það. Á sama tíma er Trygginga- og félagsmálaráðherra að taka yfir þennan málaflokk og ég hef mikla trú á því að hún muni fylgja þessu fast eftir,“ sagði Árni. Hann sagði það sína von að á hjúkrunarheimilið myndi rísa innan næstu tveggja ára.

Varðandi hugsanlega flýtifjármögnun kom fram í máli Böðvars Jónssonar, bæjarfulltrúa D-lista, að slíkt yrði varla gert nema tryggt væri að ríkið stæði við sinn hluta samkomulagsis. Ef það yrði ekki gert væri alveg óvíst hvort það fjármagn fengist til baka. Hann sagði að vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á þessum málaflokki um síðustu áramót, þ.e. skiptingin á milli ráðuneyta, hefði málið tafist enn frekar.