Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Enn á hafsbotni
Fimmtudagur 5. ágúst 2010 kl. 14:48

Enn á hafsbotni


Bátur sem sökk í Njarðvíkurhöfn fyrr í sumar liggur enn á botni hafnarinnar. Að sögn Péturs Jóhannssonar, hafnarstjóra Reykjaneshafnar, hafa hafnaryfirvöld beðið átekta þar sem eigandi bátsins segist vera að vinna í að koma honum á þurrt. Hins vegar verði ekki beðið endalaust. Því megi búast við að eitthvað verði gert í málinu innan tíðar.
Olíubrák hefur sést í kringum bátinn og segir Pétur hana ekki áhyggjuefni þar sem um lítilsháttar smit sé að ræða.
---

VFmynd/elg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024