Enn á gjörgæslu en ekki talin í lífshættu
Litla stúlkan, sem stungin var með eggvopni við Suðurgötu í gær, er enn á gjörgæsludeild en mun þó ekki talin í lífshættu samkvæmt því sem fjölmiðlar greina frá í morgun.
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið og mun ætla að gefa út ítarlega fréttatilkynningu í dag.
Árásin var fyrirvaralaus. 22ja ára gömul kona bankaði upp á heilmili stúlkunnar, sem kom til dyra. Konan lagði til stúlkunnar með eggvopni en lagið var örstutt frá hjarta stúlkunnar. Ekki hefur verið staðfest hvort konan var undir áhrifum vímuefna. Hún var yfirheyrð í gær. Talið er líklegt að hún hafi ætlað að hefna sín á foreldrum stúlkunnar sem höfðu fyrir nokkru sagt til hennar vegna skemmdarverka sem hún framdi.