Engir ungar hjá kríunni
Kríuungarnir lifa ekkert í kríuvarpinu á Hvalsnesi við Norðurkot. Einhverjar aðstæður gera það að verkum að svona fer í ár. Það er allavega ekki hægt að kenna tófunni um því svæðið sem krían verpir á er friðað og afgirt með neti. Tófan kemst ekki að eggjunum. Mikið er af Kríu í varpinu og ætti núna að vera töluvert af ungum ef allt væri eðlilegt. [email protected]
Mynd neðri Kríuvarpið við Norðurkot í Sandgerði-VF/IngaSæm