Engir fundir boðaðir vegna opnunar Bónuss
Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss sagði í samtali við Víkurfréttir að ekki hefði verið boðað til neinna funda þar sem sérstaklega yrði ákveðið hvort Bónus myndi opna í Reykjanesbæ: „Það er bara verið að skoða málin. Hagkaupsmenn hafa ákveðið að loka versluninni í Njarðvík og vissulega hefur þetta verið rætt, en engin ákvörðun hefur enn verið tekin,“ sagði Guðmundur í samtali við Víkurfréttir.