Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Enginn niðurskurður hjá lögreglu í bili
Laugardagur 8. mars 2008 kl. 11:33

Enginn niðurskurður hjá lögreglu í bili

Starfsemi Lögreglunnar á Suðurnesjum verður með óbreyttu sniði enn um sinn, að því er fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneyti, í kjölfar frétta um að uppsagnir væru væntanlegar hjá embættinu.
 
Í frétt Víkurfrétta í gær sagði m.a. að 15 tollgæslumönnum, 15 lögreglumönnum og 23 starfsmönnum í öryggisdeild yrði sagt upp.
 
Í tilkynningunni frá ráðuneytinu segir að embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum hafi lagt fram rekstraráætlun vegna ársins 2008, þar sem gert er ráð fyrir ríflega 200 milljón króna útgjöldum umfram heimildir fjárlaga. Það er einnig tekið fram að á fjárlögum ársins 2008 er ekki um að ræða neinn niðurskurð á fjárheimildum embættisins frá fyrri árum.
 
Ráðuneytið hefur nú kallað eftir ítarlegum upplýsingum og útskýringum frá embættinu, en þangað til þessar upplýsingar liggja fyrir verður starfsemi embættisins óbreytt. Úrlausn málsins verður í samvinnu ráðuneytis og embættisins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024