Enginn í lífshættu
Enginn slasaðist lífshættulega í hörðum árekstri bifreiða á Grindavíkurvegi í síðustu viku. Lögreglan á Suðurnesjum segir ekki hægt að gefa upplýsingar að svo stöddu um aðdraganda slyssins en rannsókn er enn í fullum gangi og eftir á að taka skýrslu af ökumanni sem lenti í slysinu.
Sá sem slasaðist mest í árekstrinum átti að losna af sjúkrahúsi í þessari viku.