Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Enginn halli á næsta ári
Föstudagur 19. nóvember 2010 kl. 09:09

Enginn halli á næsta ári


Enginn halli verður á rekstri A-hluta bæjarsjóðs Grindavíkurbæjar samkvæmt markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar sem kom til fyrri umræðu í bæjarstjórn nú í vikunni. Sömuleiðis er steft á hallalausan rekstur árið 2012.

Fjárhagsáætlun 2011 og þriggja ára áætlun 2012-2014 var til fyrri umræðu í vikunni. Helstu markmiðin eru þau að á næsta ári verði enginn rekstrarhalli, en heimilt verði að nýta vaxtatekjur hitaveitusjóðsins til rekstrar. Veltufé frá rekstri nægi að minnsta kosti til afborgana lána. Árið 2012 verði enginn rekstrarhalli. Heimilt verði að nýta allt 50% af vaxtatekjum hitaveitusjóðsins til rekstrar.

Þá verði rekstur sveitarfélagsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBIDA)  í jafnvægi árið 2013, þ.e. engar vaxtatekjur verði nýttar til rekstrar, eingöngu til fjárfestinga og/eða uppgreiðslu lána. Árið 2014 er svo stefnt á að rekstur sveitarfélagsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir skili 15% framlegð.

Mynd/Oddgeir Karlsson - Horft yfir Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024