Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Enginn biðlisti eftir leikskólavist í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 18. október 2005 kl. 10:27

Enginn biðlisti eftir leikskólavist í Reykjanesbæ

Engin tveggja ára börn eða eldri eru á biðlista eftir leikskóla í Reykjanesbæ og 95% barna í bæjarfélaginu nýta sér þjónustu leikskóla.

Þetta kemur fram í skýrslu leikskólafulltrúa um börn á leikskólaaldri í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði október 2005 og Reykjanesbær greinir frá á vefsvæði sínu í dag.

Börn í leikskólum eru samtals 643 en einungis 6% barna eru ekki á leikskóla. Alls starfa 167 manns í leikskólum Reykjanesbæjar sem er fjölgun um þrjá á milli ára. Hlutfall fagfólks er 38%.

Alls eru 14 starfsmenn leikskóla í kennaranámi við KHÍ og HA í vetur. Í framhaldsnámi eru sex.

Rekstrarkostnaður leikskóla Reykjanesbæjar árið 2004 var kr. 743.468 pr. barn brúttó eða 61.995 pr. barn á mánuði. Nettó rekstrarkostnaður pr. barn er 512.296 eða 42.674 pr. barn á mánuði, segir í fréttinni á vef Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024