Enginn alvarlega slasaður eftir bílveltu á Grindavíkurvegi
Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Grindavíkurvegi fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum voru tveir þeirra slösuðu fluttir á Landspítalann í Fossvogi en sá þriðji á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Enginn er þó talinn hafa slasast alvarlega.
Mikil hálka var á veginum þegar bílveltan átti sér stað og er bifreiðin illa farin.