Föstudagur 2. febrúar 2024 kl. 08:29
Engin upplýst LED skilti í náttúrunni við Reykjanesbraut
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur hafnað umsókn um lóð undir LED auglýsingaskilti við Reykjanesbraut.
„Nefndin hafnar erindinu þar sem hún álítur að upplýst skilti í náttúrunni eigi ekki við á þessum stað,“ segir í afgreiðslu skipulagsnefndar.