Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Engin slys á fólki en mikið eignatjón í stórbruna
    Mikið eignatjón varð í brunanum í Sandgerði í dag. VF-myndir: Hilmar Bragi
  • Engin slys á fólki en mikið eignatjón í stórbruna
Föstudagur 9. júní 2017 kl. 16:56

Engin slys á fólki en mikið eignatjón í stórbruna

Mikill eldur kom upp í íbúðarhúsi við Hlíðargötu í Sandgerði á þriðja tímanum í dag. Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út vegna brunans. Engin slys urðu á fólki en eignatjón er mikið.
 
Enginn var heima í húsinu þegar eldurinn kom upp. Vitni lýsa því að sprenging hafi heyrst og í sömu mund hafi eldurinn breiðst út og mikinn reyk lagt frá húsinu.
 
Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði mikill eldur við gafl hússins og einnig hafið komist eldur í þak.
 
Slökkviliðsmenn réðust strax til atlögu við eldinn, bæði við húsgaflinn og með því að rjúfa þakið á húsinu, sem er timburhús.
 
Slökkvistarfi var að mestu lokið um kl. 16 eða einum og hálfum tíma eftir að útkall barst. Slökkviliðsmenn og lögregla eru þó enn á vettvangi, enda geta leynst glæður í húsinu.
 
Eldsupptök eru óljós. Húsráðandi sagði að við gafl hússins, þar sem talið er að eldurinn hafi komið upp, hafi verið skápur sem í hafi verið dós með viðarvörn og einnig bensínbrúsi. Grill og gaskútur voru ekki á þeim stað þar sem eldurinn virðist hafa komið upp. 
 
Tæknideild lögreglu mun fara með rannsókn brunans.


Eldurinn komst meðal annars í þak hússins og þurfti að rjúfa það á nokkrum stöðum til að ná til eldsins.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024