Engin ósk um sjópróf komin fram
Enn hefur enginn sett fram beiðni til Héraðsdóms Suðurlands um sjópróf vegna Bjarmaslyssins. Tveir Suðurnesjamenn fórust þegar báturinn sökk vestur af Vestmannaeyjum laugardaginn 23. mars.Lögum samkvæmt getur fjöldi aðila óskað eftir sjóprófi. Þetta eru m.a. Siglingastofnun, Rannsóknarnefnd sjóslysa, vátryggingarfélag, eigandi skips, útgerðarmaður eða leigurtaki skips, skipstjóri, meirihluti áhafnar eða stéttarfélag áhafnarmeðlima. Að auki getur lögreglustjóri sett fram beiðn um sjópróf. Það er sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum að íhuga að gera.
,,Það er til skoðunar hjá embættinu að óska eftir sjóprófi í ljósi þess að enginnn annar hefur sett fram slíka beiðni ennþá, segir Karl Gauti Hjaltason sýslumaður í Eyjum. Annar skipverjanna sem fórst er enn ófundinn. Leit að honum heldur áfram, fyrst og fremst á landi. M.a. átti að fljúga yfir Surtsey í von um að finna manninn, segir á fréttavef Vísis.
,,Það er til skoðunar hjá embættinu að óska eftir sjóprófi í ljósi þess að enginnn annar hefur sett fram slíka beiðni ennþá, segir Karl Gauti Hjaltason sýslumaður í Eyjum. Annar skipverjanna sem fórst er enn ófundinn. Leit að honum heldur áfram, fyrst og fremst á landi. M.a. átti að fljúga yfir Surtsey í von um að finna manninn, segir á fréttavef Vísis.