Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Engin mengun í Vogum
Þriðjudagur 9. september 2014 kl. 16:51

Engin mengun í Vogum

Ekki þarf lengur að sjóða neysluvatn

Engin mengun mældist í sýnum sem Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja tók úr neysluvatni í Vogum í gær, mánudaginn 8. september. Ekki er því lengur þörf á að sjóða neysluvatn í varúðarskyni. Þetta kom fram í tilkynningu sem barst frá heilbrigðiseftirlitinu fyrr í dag. Embættið mun áfram hafa sérstakar gætur á gæðum neysluvatns í Vogum næstu vikur og miðla upplýsingum þar um til bæjarbúa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024