Engin kísilversskoðunarferð framundan
„Þetta er hefðbundin vinnuferð til vinabæjar okkar þar sem starfsmönnum gefst kostur á að fræðast um hin ýmsu samfélagsverkefni sem efst eru á baugi hverju sinni. Hér er um að ræða sameiningu sveitarfélaga, fræðslu- og velferðarmál, ferðaþjónustu og atvinnumál sem og rekstur sveitarfélaga.
Það er mikil einföldun að halda því fram að hér sé um sérstaka ferð starfsmanna til að skoða kísilver í Noregi,“ sagði Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, en í síðasta tölublaði Víkurfrétta kom fram að Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins, gagnrýndi í bókun á bæjarstjórnarfundi það fjáraustur bæjarins að senda átta fulltrúa Reykjanesbæjar til vinabæjarins Kristiansand í lok maí.
Það er mikil einföldun að halda því fram að hér sé um sérstaka ferð starfsmanna til að skoða kísilver í Noregi,“ sagði Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, en í síðasta tölublaði Víkurfrétta kom fram að Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins, gagnrýndi í bókun á bæjarstjórnarfundi það fjáraustur bæjarins að senda átta fulltrúa Reykjanesbæjar til vinabæjarins Kristiansand í lok maí.
„Nýverið samþykkti meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar áskorun til lögaðila, sem hyggjast byggja kísilver í Helguvík, um að hætta við þau verkefni. Það væri því ansi skondið að á sama tíma værum við svo að senda sendinefnd til að skoða kísilver. Þessi bókun Miðflokksins er því varla svaraverð og eingöngu ætluð til að koma Miðflokknum á forsíðu dagblaða enda óskaði bæjarfulltrúinn engra upplýsinga um málið áður en umrædd bókun var sett fram.“