Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Engin hækkun á skóladagvistun
Miðvikudagur 20. janúar 2016 kl. 16:46

Engin hækkun á skóladagvistun

- Meðal 15 stærstu sveitarfélaganna er almennt hækkun

Vistun eftir skóla ásamt hressingu hefur almennt hækkað í verði hjá 15 stærstu sveitarfélögum á Íslandi, samkvæmt könnun verðlagseftirlits ASÍ. Hjá Reykjanesbæ var þó engin hækkun á milli áranna 2015 og 2016. Sömu sögu er að segja af Vestmannaeyjum og Fljótdalshéraði þar sem engin hækkun var á milli ára. Mánaðargjald fyrir eitt barn í skóladagvistun í þrjá tíma, fimm daga vikunnar ásamt hressingu er 16.000 krónur hjá Reykjaesbæ. Hæst er verðið hjá Garðabæ, 25.980 krónur og lægst í Vestmannaeyjum, 14.165 krónur. Verðmunurinn eru 11.815 krónur eða 83 prósent. 

Tólf sveitarfélög af þeim fimmtán sem eru til skoðunar hafa hækkað hjá sér gjaldskrána fyrir skóladagvistun með hressingu á milli ára. Mesta hækkun á gjaldskránni er 5 prósent hjá Mosfellsbæ og Hafnarfjarðarkaupstað, úr 18.900 krónum í 19.845 krónur hjá Mosfellsbæ og úr 16.545 krónum í 17.311 krónur hjá Hafnarfjarðarkaupstað. Hin sveitarfélögin hafa hækkað gjaldskránna um 1 til 4 prósent, nema þau þrjú sem áður voru nefnd og hækka ekki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024