Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Engin geislun í Svartsengi
Orkuverið í Svartsengi.
Fimmtudagur 17. september 2015 kl. 18:00

Engin geislun í Svartsengi

Rannsóknir á jarðhitaútfellingum á Reykjanesi

Nýlegar mælingar á jarðhitaútfellingum sem myndast í lögnum orkuversins á Reykjanesi benda til uppsöfnunar á náttúrulegri alfa og beta geislun. Um er að ræða mjög staðbundna uppsöfn í lögnum við holutoppa Reykjanesvirkjunar, en mælingar hafa staðfest að slík uppsöfnun eigi sér ekki stað við virkjun fyrirtækisins í Svartsengi. Frá þessu er greint á vef HS Orku.

Í tilkynningunni segar að þetta er í fyrsta sinn sem slík geislun mælist á Íslandi en hún er þekkt innan jarðvarmageirans erlendis og við vinnslu annarra auðlinda erlendis. Það mat Geislavarna ríkisins að geislun frá þessum útfellingum sé svo lítil að fólki stafi ekki hætta af. Til að ýtrustu öryggiskröfum sé fullnægt hafa Geislavarnir ríkisins beint því til HS Orku að þeir einstaklingar sem vinna við hreinsun á þessum útfellingum beri viðeigandi hlífðarbúnað.

Athuganir síðustu ára sýna að nokkuð magn málmríkra útfellinga myndist í lögnum virkjunar HS Orku á Reykjanesi, t.d. blý, sink, gull og silfur. Nýlegar rannsóknir á útfellingum hafa einnig staðfest að í einstaka sýnum mælist aukin náttúruleg alfa og beta geislun sem stafi líklega frá þessum málmum og er mikilvægt að rannsaka frekar.

„Rannsóknir og þróun eru lykilþættir í starfsemi okkar,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku í tilkynningu á vef fyrirtækisins. „Að því er við komumst næst er þetta í fyrsta sinn sem aukin náttúruleg alfa og beta geislun mælist á Íslandi og því mikilvægt að rannsóknir fari fram í samráði við opinbera aðila. Við höfum alltaf lagt kapp á þverfaglega samvinnu sem grundvallast á rannsóknum, þróun og nýsköpun,“ segir Ásgeir jafnframt. „Þær athuganir sem hafa verið gerðar á útfellingunum hafa skilað okkur áhugaverðum niðurstöðum meðal annars um þá dýrmætu málma sem þar finnast. Nú munum við leggjast í enn frekari rannsóknir á útfellingunum í samtarfi við opinbera aðila með þekkingu á þessu sviði, þ.m.t. Geislavarnir ríkisins og vísindamenn við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.“

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024