Engin bæjarbrenna í Reykjanesbæ
Engin bæjarbrenna verður í Reykjanesbæ þetta árið. Björgunarsveitin Suðurnes hefur verið verktaki að brennunni við Innri Njarðvík á gamlárskvöld undanfarin ár. Bæjaryfirvöld hafa hins vegar ákveðið að einbeita sér að þrettándabrennum og skemmtun tengdri þeim.Að sögn björgunarsveitarmanna munu þeir ekki setja upp brennu í ár og því líklegra að fólk verði að safnast við litlar hverfisbrennur sem haldnar hafa verið á nokkrum stöðum í bænum.