Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Engin alvarleg slys í hörðum árekstri
Mánudagur 19. desember 2005 kl. 16:23

Engin alvarleg slys í hörðum árekstri

Betur fór en á horfðist þegar pallbíll og lítill jeppi skullu saman í hörðum árekstri á gatnamótum Grænáss og Reykjanesbrautar skömmu eftir hádegi í dag.

Tveir voru í hvorum bílnum, en allir sluppu án teljandi meiðsla. Tveir fóru að vísu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til nánari skoðunar, en fengu að fara heim að henni lokinni.

Bílarnir eru mikið skemmdir, jafnvel ónýtir og sagði lögreglumaður sem kom á vettvang að farþegar mættu teljast heppnir að svo vel fór.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024