Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 5. september 2022 kl. 15:45
Engin alvarleg mál á borð lögreglu á Ljósanótt
Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að Ljósanótt hafi gengið ágætlega frá sjónarhorni lögreglunnar. Það hafi verið erill en engin árás eða alvarleg mál hafi komið á borð lögreglunnar.